Um okkur

Fagsvið persónuverndar

Fag­svið per­sónu­vernd­ar

Verkefni fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf snúa að reglufylgni vegna persónuverndar, í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. persónuverndarreglugerð ESB 2016/679 (GDPR) – og persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar er samþykkt var í borgarstjórn þann 19. mars 2019.

https://images.prismic.io/borgarvernd-web/1a18b70f-05e2-4f9e-b2d3-724926e3a17f_2022+web-EXEC+TFS+Data+protection.png?auto=compress,format

Innri endurskoðandi tilnefnir persónuverndarfulltrúa til þess að sinna þeim verkefnum er falla undir verksvið persónuverndar. Persónuverndarfulltrúi gegnir jafnframt stöðu fagstjóra fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf.

Þá leiðir persónuverndarfulltrúi samstarfsteymi persónuverndarsérfræðinga Reykjavíkurborgar. Teymisvinnan er vettvangur gagnvirkrar fræðslu um persónuverndartengd málefni og þannig er stuðlað að samræmdri framkvæmd í málaflokknum, þar á meðal við gerð vinnslusamninga, viðbrögð við öryggisbrestum, fyrirframsamráð við Persónuvernd, mat á áhrifum af vinnslu á persónuvernd (MÁP), staðlaða fræðslu og stefnumótun á sviði persónuverndar- og öryggismála. Fagsvið og kjarnasvið Reykjavíkurborgar tilnefna hvert sinn fulltrúa inn í teymið.

Sjá nánar um umboð, heimildir og verkefni fagsviðs persónuverndar og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar í erindisbréfi er samþykkt var af endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar þann 2. október 2023.