Fagsvið persónuverndar
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 6. mars 2025 að leggja niður fagsvið persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf. Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar og meðferð persónuverndarmála færist til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá og með 1. apríl 2025.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2025 tillögu borgarstjóra varðandi skipulagsbreytingar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf. Tvö af þremur fagsviðum einingarinnar eru lögð niður, fagsvið persónuverndar og fagsvið ráðgjafar, og þau verkefni færast annað.
Við þessar breytingar færist persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara samkvæmt skipuriti og mun halda áfram að sinna þeim málefnum þaðan.
Breytingin tekur gildi frá og með 1. apríl 2025.