23. maí

Eigendahlutverk styrkjaverkefnis Reykjavíkurborgar og styrkúthlutanir 2022

Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) hefur lokið úttekt á styrkjaverkefni Reykjavíkurborgar en það verkefni var á innri endurskoðunaráætlun 2022-2023 fyrir A hluta borgarsjóðs. Um var að ræða staðfestingarverkefni sem felur í sér hlutlæga athugun og mat á gögnum til þess að gefa óháð álit á stöðu innan eftirlits hjá borginni.

Úttektin náði til fjögurra eininga Reykjavíkurborgar; menningar- og íþróttasviðs (MÍR), fjármála- og áhættustýringarsviðs (FAS), þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) og skrifstofu borgarstjórnar (SBS).

Helstu áhersluatriði úttektar voru stjórnskipulag styrkveitinga Reykjavíkurborgar, auglýsing og umsóknir styrkumsókna, úthlutun og samþykktarferli styrkumsókna, bókhald og samningsgerð og eftirlit og eftirfylgni styrkveitinga.

Niðurstöður voru kynntar í endurskoðunarnefnd þann 23. maí sl. og í borgarráði þann 13. júní sl.

Lokaskýrsla hefur verið send stjórnendum og ábendingum beint til ábyrgðaraðila.

Sækja efni

Ár

Tengt efni

Tengdir hlekkir